Íslenskt Almanak

Að setja almanakið inn í sitt eigið tölvudagatal
Allir geta hlaðið almanakinu inn í sín eigin tölvudagatöl og uppfærist það sjálfkrafa með öllum breytingum sem á því eru gerðar svo ekkert þarf að eiga við það eða gera eftir það.

Til þess að hlaða því inn í sitt eigið Google Calendar nægir að ýta á takkann neðst í hægra horni almanaksins og þá gerist það þá sjálfkrafa og birtist í manns eigin dagatali eins og það er á þessari síðu. En fyrir ykkur sem notið önnur dagatalsforrit þá eru hér útskýringar og leiðbeiningar um að hlaða Almanakinu inn í önnur dagatalsforrit en Google dagatalið

Fyrir ykkur sem eruð að skoða Almanakið í síma
Google dagatalið sem ég nota til þess að setja þetta litla Almanak mitt saman býður upp á mjög fáa möguleika á að stýra framsetningu þess og þegar þessi síða er skoðuð í síma kemur mánaðaryfirlitið sem er hin hefðbundna framsetning Google dagatalsins ekki vel út og nöfn hátíðanna vart læsileg.

Svo til þess að geta skoðað eingöngu Hátíðis– og Tyllidaga auk kvartilaskipta tunglsins er best að smellt á flipann Dagskrá og birtast þá eingöngu merkir dagar sem listi en öðrum dögum sleppt.

En til þess að bæta gráu ofan á svart setur Google flipann Dagskrá lengst til hægri og skoðað á litlum símaskjá getur flipinn lent út af síðunni. Þá þarf að velta símanum og skoða síðuna lárétt svo flipinn birtist og hægt sé að smella á hann. Svo snúa símanum aftur í upprétta stöðu til þess að hafa gott yfirlit yfir Almanakið.

Eins og er að minstakosti fæ ég ekki við þetta ráðið og allar tilraunir mínar til þess að breyta þessu hafa ekki tekist þar sem Google bannar mér að eiga við framsetningu dagatalsins. Biðst ég velvirðingar á þessum annmarka sem á Almanakinu er þegar það er skoðað í síma en vonandi tekst mér á endanum að ráða bót á þessu leiða vandamáli.

Bragi Halldórsson
grúskari af guðsnáð 😉

Ein athugasemd á “Íslenskt Almanak

Lokað er fyrir athugasemdir.